Saturday, April 28, 2007

feðgarnir


Mér finnst þessi mynd svo æðisleg og var byrjuð á þessarri síðu í gær þegar Barbí kom með þessa líka skemmtilegu áskorun. Skrapplifta síðu og sýna á sunnudegi. Sunnudagur í dag og ég sýni!! Lo stolið frá Gabriellu snillingi. 1. skipti sem ég embossa á síðu en bæði 2 og stjörnurnar eru embossaðar. Er enn sem komið er ánægð bara. Ég hef ekki reynt að skanna inn síðurnar mínar og þessi mynd af síðunni er frekar léleg.. ég skelli henni inn og svo skanna ég bara seinna og skipti þá um mynd ok ; Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst.. Helgin búin að vera mega afslöppun og smá tiltekt. Ég ætla að halda afslöppuninni áfram. Adam og Máni fóru í Bónus með miða, svo krúttaðir, æðislegt að fá góða aðstoð. Það verður gaman að sjá hvað kemur uppúr pokunum. Kíki jafnvel til mö á eftir með krúið hú nós

Skotland búið

Ég og Stóner in Glasgow
Gallery of modern Art.. rosalega flott!!
Make love not war

Komin aftur eftir nokkuð nett frí. Skotarnir eru bara nokkuð ligeglad svo ég held ég hafi smellpassað :o) Fengið sér öl and another hvenær sem er dagsins og hvaða dag sem er, næs. Það var svo verslað mismikið, drukkið mismikið og ekki keypt nægilega mikið af skrappdóti held ég.. bæti úr því við 1. tækifæri. Nýt þess núna að eiga helgarfrí og ætla að skrappa smá. Annars er ég algjörlega andlega hætt í vinnunni og vill bara koma mér til kóngsins í Danm.

Tuesday, April 17, 2007

smá skrapp



Þetta er opna sem ég gerði í sumó með skrappþotunum mínum. Æi þær eru svo sætar allar.. en allavega var loksins að setja titilinn á og vola...


Hermari

jú jú þá er ég formlega orðin hermari !!! Ætla að prófa að blogga smá líkt og aðrar skrappvinkonur hafa gert. Ekki bara um skrapp reyndar því lífið mitt þess fyrir utan er líka svo skemmtilegt að ég deili því nú með ykkur líka.. Skelli hér inn myndum af hverdagslífinu okkar og fréttum af hinum í fjölskyldukrúinu.. en verði ykkur að góðu í bili og bíðið spennt eftir meiru